Neyðaraðstoð fyrir vannærð börn

3.900kr

Hægt er að styðja í nafni ástvinar neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna hörmungarástandsins í Nígeríu og nágrannaríkjunum þar sem fjöldi vannærðra barna er í lífshættu.

 

Neyðin er gríðarleg, fleiri en 200 börn látast á degi hverjum vegna vannæringar og þörf er á að stórauka aðgerðir UNICEF. Góðu fréttirnar eru þær að með réttri meðhöndlun í tæka tíð má koma í veg fyrir 99% dauðsfallanna.

 

Með því að leggja neyðaraðstoð UNICEF lið leggur þú þitt af mörkum og tekur þátt í að bjarga lífi barna á svæðinu. 

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Mótakandi

Þessi texti birtist á gjafakortinu: Til hamingju! Þú hefur stutt við neyðarhjálp UNICEF vegna hörmungarástandsins í Nígeríu og nágrannaríkjunum þar sem vannærð börn eru í lífshættu. Það var gert í þínu nafni.

Fleiri en 200 börn látast á degi hverjum á svæðinu vegna vannæringar og þörf er á að stórauka aðgerðir UNICEF.

Gjöf þín mun koma að afar góðum notum. Hún mun meðal annars vera notuð til að veita vannærðum börnum vítamínbætt jarðhnetumauk, nauðsynleg lyf og hreint vatn. 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef