Svona virka sannar gjafir

Sannar gjafir gleðja ekki bara vini og fjölskyldu heldur líka börn í neyð

 

 

Veldu sanna gjöf úr gjafaúrvali okkar

Skrifaðu persónulega kveðju á gjafabréfið til vinar þíns

Við sendum gjöfina þína til barna sem eiga um sárt að binda

Þegar þú kaupir sanna gjöf handa vinum og fjölskyldu færð þú gjafabréf til að gefa þeim en við sendum sjálfa gjöfina til barna í neyð

Þær gjafir sem mest er þörf á núna

Mikil þörf er á eftirfarandi gjöfum fyrir börn víða um heim

Algengar spurningar

Afgreiðsla og opnunartími yfir hátíðirnar

Sjálfsafgreiðsla með greiðslukortum inn á www.sannargjafir.is er opin alla daga yfir hátíðirnar.
 

Athugið að vegna COVID-19 er skrifstofa UNICEF á Íslandi á Laugavegi 77 lokuð. Því verður ekki hægt að koma við og sækja útprentuð gjafabréf, jólamerkimiða og jólakort að þessu sinni.
 

  • Gjafabréfin fyrir Sannar gjafir verður sem fyrr hægt að fá send í tölvupósti hvenær sem er, eða útprentuð í bréfpósti (skv. Póstinum er 18. desember síðasti dagur til að póstleggja örugglega fyrir jólin).
  • Jólamerkimiða og jólakort verður aðeins hægt að fá send í bréfpósti eða í verslunum Lindex.


Í desember getur þú sent okkur fyrirspurnir á sannargjafir(hjá]unicef.is eða hringt í síma 552-6300 á milli klukkan 09:00 –16:00. Vegna mikils álags á símakerfið fyrir jólin mælum við með að þú sendir erindi þitt eða fyrirspurn með tölvupósti. 

Hvað eru sannar gjafir?

Sannar gjafir UNICEF eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir bágstödd börn. Gjöfunum sem þú kaupir í vefverslun UNICEF er dreift til barna og fjölskyldna þeirra í samfélögum þar sem þörfin er mest.

 

Sannar gjafir UNICEF eru keyptar í nafni þess sem þig langar að gleðja. Þú færð fallegt gjafabréf með ljósmynd og lýsingu á gjöfinni og lætur viðkomandi fá bréfið. Hjálpargögnin sjálf eru hins vegar send úr birgðastöð UNICEF til barna í neyð.

 

Þú getur valið um margs konar hjálpargögn í öllum verðflokkum. Öll eiga þau eitt sameiginlegt: Að bæta líf barna um víða veröld.

 

Hvernig panta ég af síðunni?

Afar einfalt er að panta sanna gjöf. Í þessu örstutta myndbandi er ferlið sýnt en við hjálpum þér einnig með gleði í síma 552 6300.

 

Ég fékk ekki gjafakortið mitt, hvað get ég gert?

Gjafakort skilar sér ekki

Ef að þú hefur þegar keypt sanna gjöf og gjafakortið skilar sér ekki, þá er ekkert mál að aðstoða þig. Hafðu samband við okkur símleiðis eða með tölvupósti og við svörum eins fljótt og auðið er. Athugaðu að gjafabréfið fer stundum í ruslpóst eða „promotions“ í innhólfinu. 

 

Á virkum dögum er opið hjá okkur á milli 09:00-17:00 og hægt að ná í okkur í síma 552-6300 eða með því að senda póst á unicef@unicef.is. Um helgar og á frídögum er best að hafa samband á netfangið mikael@unicef.is.

 

Okkur þykir afar leiðinlegt þegar gjafakortin skila sér ekki, sem betur fer gerist það sjaldan. Við reynum því að bregðast við beiðni þinni eins fljótt og hún berst okkur. 


Takk kærlega fyrir að kaupa sanna gjöf!

 

 

Hvað gerir UNICEF?

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við berjumst fyrir réttindum barna á heimsvísu og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og leggjum áherslu á að ná til allra barna – hvar sem þau eru.

 

Öll börn eiga rétt – en ekki öll börn fá notið réttar síns. Þessu viljum við breyta. Öll heimsins börn hafa rétt á heilsugæslu, menntun, jafnrétti og vernd. Þau eiga rétt á að vera börn.

 

Á hverjum degi sjáum við árangur af starfi okkar – árangur sem hefur bein áhrif á líf barna vítt og breitt um heiminn. Það drífur okkur áfram. Starf UNICEF á þátt í að stórlega hefur dregið úr barnadauða á heimsvísu, fleiri börn fara í skóla nú en nokkru sinni fyrr, margfalt fleiri börn fá meðferð við HIV en áður og fleiri hafa aðgang að hreinu vatni nú en nokkru sinni fyrr.

 

Verkefnið er að ná til allra barna. Það gerum við með ykkar hjálp. Í öllu okkar starfi treystum við eingöngu á frjáls framlög.

 

Nánari upplýsingar um starfsemi UNICEF er að finna á heimasíðu okkar www.unicef.is.

Hvert verður gjöfin mín send?

Það fer eftir þörfinni hverju sinni hvert gjafirnar eru sendar. UNICEF metur þörf fyrir aðstoð eftir ströngum verkferlum. Árlega kynnir UNICEF á Íslandi síðan alþjóðlega skýrslu þar sem fram kemur hvert hjálpargögnin sem gefin voru sem sannar gjafir árið áður voru send. Birgðastöð UNICEF heldur utan um allt saman. 

Berst gjöfin mín til barna sem eiga um sárt að binda?

Já, hún gerir það. Sannar gjafir eru raunverulegar gjafir en ekki bara dæmi um það hvað fæst fyrir upphæðina sem þú gefur. Þetta eru gjafir sem gera fólki kleift að leggja fram hjálparhönd á einfaldan og skilvirkan hátt. 

 

Eins og í öllu starfi UNICEF ræðst starfið af þörfinni á vettvangi og þess vegna er rúm gefið fyrir sveigjanleika í kaupum á sönnum gjöfum. Ævinlega eru þó útvegaðar gjafir í sama flokki og þú valdir. Þú getur því verið viss um að gjöf þín nýtist alltaf þar sem hennar er mest þörf.

Eru sannar gjafir afgreiddar um helgar?

Já, afgreiðslukerfi sannra gjafa er sjálfvirkt og því er hægt að kaupa og fá gjafabréf fyrir sanna gjöf sent samstundis með tölvupósti ef greitt er með kreditkorti. Veljir þú að greiða með millifærslu berst gjafabréfið í tölvupósti næsta virka dag. Hafir þú valið að fá gjafabréfið sent með bréfpósti er það sett í póst næsta virka dag. 

Hvernig fæ ég gjafabréfið sent ?

Þú velur sjálf/sjálfur hvort þú viljir fá gjafabréfið sent með tölvupósti eða bréfpósti. Veljir þú að fá gjafabréfið með tölvupósti færðu það sent um leið og greiðsla er staðfest. Þú getur þá prentað það út eða sent rafrænt beint á viðtakanda. 

 

Sé greitt með millifærslu er mikilvægt að okkur berist kvittun í tölvupósti. Um leið og við getum staðfest að greiðsla hafi borist mun gjafabréfið berast með tölvupósti, hafi sá afgreiðslumáti verið valinn.Athugið að tölvupóstur með gjafabréfi getur í sumum tilvikum lent í ruslpósti eða flokknum „auglýsingar“ (e. promotions) hjá notendum Gmail. 

 

Sé bréfpóstur valinn bætist við 300 króna sendingarkostnaður. Þú færð gjafabréfið í fallegu umslagi og sendingin er sett í póst strax næsta virka dag. 

 

ATHUGIÐ. Vegna lokunar skrifstofu UNICEF vegna heimsfaraldurs COVID 19 er ekki í boði að sækja gjafabréf á skrifstofuna.

Við hvaða tækifæri get ég gefið sanna gjöf?

Við öll tækifæri! Í vöruúrvali okkar má finna heppilega gjöf fyrir hvers kyns tilefni, hvort sem er fyrir jól, afmæli, útskriftir, hjónavígslur, mæðradag, fermingar, bóndadag eða konudag. Síðan þarf að sjálfsögðu ekkert sérstakt tilefni til að gefa sanna gjöf – hún bætir og kætir hvenær sem er. 

 

Þegar þú kaupir sanna gjöf gleður þú bæði viðtakanda gjafabréfsins og börn sem eiga um sárt að binda. Í gjafaúrvali okkar er að finna nauðsynleg hjálpargögn sem UNICEF dreifir til barna um víða veröld, svo sem bóluefni, skólagögn, næringu og lyf. 

 

Hjálpargögnin eru af öllum stærðum og gerðum og í öllum verðflokkum. 

 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef