Bólusetningapakkinn

7.627kr

Það hljómar kannski eins og versta martröð í eyrum einhverra að fá röð af sprautum að gjöf. En hér eru engar fóbíur, bara frábær gjöf og bólusetningar sem bjarga lífum!

 

Við þriggja mánaða aldur fara börn í sína fyrstu bólusetningu, meðal annars við stífkrampa og mænusótt. Á nokkurra mánaða fresti fá þau svo fleiri bólusetningar sem koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma og hindra farsóttir.  

 

Með gjöfinni leggur þú þitt af mörkum við að vernda börn um allan heim gegn sjúkdómum.

 

Innihald: 

  • 50 skammtar af bóluefni gegn mænusótt.
  • 50 skammtar af bóluefni gegn mislingum. 
  • 40 skammtar af bóluefni gegn stífkrampa.
  • Kælibox undir bóluefnin.

 

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi (þú getur sent gjafabréfið beint á viðtakanda eða fengið sent til þín til að gefa sjálf/ur)
Þú færð gjafabréfið sent til þín með tölvupósti til að prenta út eða senda áfram.
Þú fyllir inn netfangið þitt í næsta skrefi


Þessi texti birtist á gjafabréfinu:

Þú hefur fengið að gjöf 50 skammta af bóluefni gegn mænusótt og mislingum, 40 skammta af bóluefni gegn stífkrampa og sérstakt kælibox til að tryggja að efnin komist örugg á leiðarenda. Með gjöfinni leggur þú þitt af mörkum við að vernda börn um allan heim gegn sjúkdómum. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda.

 

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef