Dótakassinn

20.160kr

Þessi gjöf inniheldur dótakassa fullan af leikföngum fyrir börn sem þurfa mest á þeim að halda.

 

Leikur er gríðarlega mikilvægur. Það á ekki síst við börn í erfiðum aðstæðum. Að fá tækifæri til að leika sér og vera börn er nauðsynlegt til að þau geti tekist á við áfallið sem fylgir því að vera hrakin frá heimilum sínum.

 

Dótakassi UNICEF er sendur þangað sem neyðin er mest og inniheldur liti, teikniblöð, brúður, margvíslegar þrautir og allt milli himins og jarðar. Hann gefur allt að fimmtíu börnum tækifæri á að gleyma sér í leik.

 

Gefðu dót sem skiptir máli!

 

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun vera á gjafakortinu:


Til hamingju! Þú hefur fengið að gjöf dótakassa stútfullan af leikföngum! UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist til barna sem þurfa á henni að halda.

Dótakassi UNICEF er sendur þangað sem neyðin er mest og inniheldur liti, teikniblöð, brúður, margvíslegar þrautir og í raun allt milli himins og jarðar. Hann gefur allt að fimmtíu börnum tækifæri á að gleyma sér í leik.

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef