Reiðhjól

14.271kr

Dettur þér engin gjöf í hug fyrir mömmu þína, ömmu eða frænda? Hvað með að gefa þeim einfaldlega reiðhjól?

Reiðhjólið sem hér um ræðir er ekki bara hvaða hjól sem er. Þetta er hjól sem tryggir að heilbrigðisstarfsfólk nái til barna í afskekktum samfélögum. Þar sem samgöngur eru lélegar og þorp á víð og dreif gegna reiðhjól mikilvægu hlutverki: Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ljósmæður nota þau til að komast á milli staða í tæka tíð.

Með þessari tekur þú þátt í að bæta heilsu barna í heilu þorpunum. Hversu góð gjöf er það? 

Gjafakort
Sendingarmöguleikar
Móttakandi

Þessi texti mun birtast á gjafakorti:

Til hamingju! Þú hefur fengið fallegt reiðhjól að gjöf. UNICEF mun nú sjá til þess að gjöfin berist þangað sem hennar er þörf.

Hjólið þitt er ekkert venjulegt reiðhjól. Það tryggir að heilbrigðisstarfsfólk nái til barna í afskekktum samfélögum. Þar sem samgöngur eru lélegar og þorp á víð og dreif nota læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ljósmæður þau til að komast á milli staða í tæka tíð.

Hver króna skiptir máli

unicef Hvert framlag skiptir máli Styrkja unicef